Betri straumspilunargæði þegar hægt er
(stillanlegur bitahraði)
- Með stillanlegum bitahraða skiptum við öllum vídeóum niður í búta (yfirleitt
nokkurra sekúndna langa) fyrir allar tiltækar tegundir vídeógæða.
- YouTube greinir hversu hnökralaust vídeó eru spiluð og stillir gæði þeirra
samkvæmt tímabundnum breytingum á bandvídd eða netteppu. Þetta getur leitt til
fjöldamargra ákvarðana sem taka þarf til að finna út hvernig spila á eitt vídeó.
- Ef þú færir þig lengra frá Wi-Fi beininum geta gæði vídeósins
farið úr 720p í 480p eftir því sem merkið verður veikara.
Að færa YouTube nær þér
(netvinna og skyndiminni)
- Við höfum þegar fjárfest milljónum Bandaríkjadala í bandvídd og því grunnneti
sem er nauðsynlegt til að netþjónustan þín hafi greiðan aðgang að þjónustu okkar.
- Við erum með opna samvinnustefnu fyrir innra netið okkar, sem þýðir að við erum
í beinu sambandi við netþjónustur sem geta tengst 70 stöðum okkar um allan heim án
endurgjalds.
- Þar sem við notum oft þjóna innan kerfis netþjónustunnar þinnar drögum við
gríðarlega úr fjarlægðinni sem vídeóið þarf að fara og minnkum þannig áhættuna á
teppu.
- Við erum sífellt að stilla grunnnet okkar og notum ítarlegar
útreikningsaðferðir til netumferðareftirlits til að endurbeina umferð á skjótan
hátt ef nettenging fellur niður, getan skerðist eða afköstin dvína.
Betri afköst með færri bitum
(kóðarar)
- Líkt og aðrar þjónustur þjöppum við vídeógögnum til að hægt sé að senda þau um
internetið á áhrifaríkan hátt.
- YouTube vinnur stöðugt að því að auka straumspilunargæði vídeóa til að hægt sé
að senda eins lítil gögn og mögulegt er, fá sem mest út úr þeirri þjöppunartækni
sem í boði er og taka upp hanskann fyrir nýjar aðferðir.
- Við erum að þróa ný vídeósnið eins og WebM til að veita þér enn betri
skerpu með minni bandvídd.