Við geymum mörg eintök af hverju YouTube vídeói á þjónum okkar um allan heim
til að við getum hafið straumspilunina eins nálægt þér og hægt er.
Við förum stystu og beinustu leiðina.
Þegar þú smellir á hnappinn „Spila“ flytur YouTube gögnin í gegnum kerfið til
netþjónustunnar þinnar á þann máta sem er hagkvæmastur. Í einstaka tilfellum
þurfum við að nota lengri leið.
En það gerist ekki hjálparlaust.
Þegar netþjónustan fær vídeóið frá YouTube þarf hún að flytja það í gegnum
netkerfi sitt til að geta fært þér það. Hún þarf að tryggja að næg geta sé til
staðar á þeim stað þar sem gögnin frá YouTube eru móttekin. Ef þetta skilyrði
er ekki uppfyllt verða truflanir á straumspiluninni.
Að lokum þarf vídeóið að komast til þín.
Auk umferðarteppu á netkerfi netþjónustunnar geta hraði nettengingarinnar á
heimilinu, uppsetning þráðlauss nets og fjöldi tengdra tækja haft áhrif á gæði
spilunar.
Umferðarteppa á einhverjum hluta leiðarinnar mun hafa áhrif á gæði
vídeóstraumsins.
Þetta getur valdið tíðum truflunum og óskýrum myndgæðum. Þegar allt gengur vel
ættirðu að geta horft truflanalaust á vídeó í háskerpu.